Almennir ferðaskilmálar Icelandair gilda um þetta flug sbr www.icelandair.com/is/adstod/skilmalar-og-skilyrdi . Einnig eru gildi sérstakir Covid-19 ferða- og upplýsingarskilmálar hjá Icelandair og eiga þær upplýsingar og skilmálar sem koma þar fram um þetta leiguflug. Hvetjum farþega að kynna sér þær hér vel  https://www.icelandair.com/is/adstod/covid-19/um-sottvarnir/ og einnig ferðaráð íslenskra stjórnvalda vegna Covid-19 heimsfaraldursins sbr https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/adstod-erlendis/ferdarad-vegna-covid-19/

Viðbótarferðaskilmálar um leiguflugið vegna Covid-19

–  ef aðstæður á Íslandi eða á Spáni versnar verulega til muna fram að brottför svo og/eða að ómögulegt reynist að framkvæma þetta leiguflug vegna nýrra ferðatakmarkana þá bakfærist/endurgreiðist kortagreiðslan fyrir útlögðum ferðakostnaði. Full endugreiðsla kemur til ef leiguflugið verður aflýst.

–  ef Ísland er á rauðum lista Evrópusambandsins um opnun landamæra fyrir ferðalögum gera spænsk yfirvöld kröfu um að flugfarþegi framvísi ekki eldra en 72 klst Covid-prófi við komun til Spánar. Allur kostnaður við slíkt Covid próf verður flugfarþegi að bera sjálfur.

– ef farþegi greinist með Covid-19 fyrir brottför eða hefur verið settur í sóttkví af hálfu yfirvalda innan við 5 daga að flugbrottför sem veldur því að hann kemst ekki í flugið þá endurgreiðist að fullu útlagður ferðakostnaður. Þetta á og við um samferðarfarþega sem eru í sömu bókun.